4. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Erla Arnbjarnardóttir

Jóns - A podcast by Óli Jóns

Categories:

Erla lærði markaðsfræði og alþjóðaviðskipti í Háskóla Íslands.Að námi loknu hóf hún í störf hjá fjölmiðlafyrirtækjum á Ísland og fór svo að vinna hjá auglýsingastofunni Pipar þar sem hún hefur starfað í 4 ár. Í starfi sínu hjá Pipar var Erla fyrst um sinn mest í umsjón á Facebook-síðum fyrir fyrirtæki. Í því fólst s.s. að ákveða stefnu, tón, setja inn efni og auglýsa þegar við átti. Í því starfi er mikilvægt að setja sig inn í hvað fyrirtækið gerir, vera í góðu sambandi við það og þekkja vel til að geta svarað fyrirspurnum sem berast. Það eru fjölmörg fyrirtæki að nýta sér þessa þjónustuna hjá Pipar. Í dag starfar Erla sem vefbirtingaráðgjafi og mestmegnis í birtingum á Facebook, Instagram og Google. Erla segir að Facebook sé yfirleitt betri í að matreiða upplýsingar og leiðbeiningar um sínar vörur og þjónustu fyrir notandann heldur en Google. Aðspurð um hvernig auglýsingar á Facebook virka, þá segir Erla að flestir byrji að því að prófa að kostaðar færslur (boost), eða að borga undir færslur á tímalínunni. Möguleikarnir til að afmarka markhópinn eru takmarkaðir en það er flljótleg og einföld leið til að láta færslur birtast í mobile og desktop hjá völdum markhópi. Inni á auglýsingareikningnum (adverts manager) sjálfum er hægt að boosta eftir fleiri leiðum, afmarka markhópa mun betur og velja um fleiri staðsetningar (placements),. Sömuleiðis er hægt að miða á markhópa sem hægt er að búa til með ýmsum leiðum. Þeir kallast „custom audience“. Dæmi um slíka markhópa, er þegar við hlöðum netfangalistum inn og reynum að ná til þeirra sem eru með netföngin sín skráð á Facebook. Einnig er hægt að vera með uppsettan Facebook-pixel kóða á vefsíðu fyrirtæksisins og hægt að búa til hópa sem t.d. heimsóttu vefsíðuna á einhverju ákveðnu tímabili. Annar möguleiki er að búa til hóp sem svipar til hópsins sem nú þegar hefur lækað við Facebook-síðu fyrirtækisins, það kallast „lookalike audience“. Það er frekar einfalt að búa til Lookalike markhóp en nánari upplýsingar er auðvelt að finna á netinu. Í Facebook auglýsingum skiptir höfuðmálið að vera með á hreinu hvert sé markmiðið með auglýsingunni og að vita hver markhópurinn er. Viltu auka vitund á vöruverkinu, viltu fá meiri viðbrögð (læk, deilingar, comment), fá heimsóknir á vefinn, fá fólk til að hlaða niður appi mæta á viðburð eða kaupa vöru á vefnum? Við ræddum örlítið um Google Adwords auglýsingar. Þetta er í raun uppboð sem fer fram í hvert skipti þegar lykilorð (keyword) googlað er. Ferðaþjónustan mikið að nýta sér þetta en fleiri líka svo sem verslanir, veitingastaðir ofl. Fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er mikilvægt að hafa í huga að vera með textaauglýsingarnar á því tungumáli sem er talað í landinu sem auglýsingar eiga að birtast í. Best er að lendingarsíðan sé á sama tungumáli, en það er ekki alltaf hægt og því kannski ekki alveg eins mikilvægt. Erla segir okkur að Facebook og Instagram sé sama batteríið og að Instagram auglýsingar séu gerðar einnig gerðar í Adverts Manager líkt og Facebook auglýsingarnar. Fyrirtæki sem eru að prófa að auglýsa á Facebook átta sig ekki alltaf á því að það þarf að taka út Instagram hakið í Facebook auglýsingum (ekki í boost) ef ekki á að láta efnið birtast þar. Því mikilvægt að skoða hvaða staðsetningar (placements) eru valdar. Facebook og Instagram auglýsingar þurfa að vera hugsaðar út frá miðlinum og því alls ekki alltaf að myndefni henti fyrir báða miðla. Það þarf allavega að vega það og meta hverju sinni. Varðandi myndefni og almennt um vöktun á Facebook-síðum, þá segir Erla að það sé ekki spurning um að hægt sé að nota snjallsíma til að búa til myndefni.